Færsluflokkur: Bloggar

Mamma hefur kvatt

KrossFyrir næstum tveimur árum síðan greindist mamma með krabbamein, í annað sinn.  Í þetta sinn var greiningin ólæknandi mergæxli.  Þetta er krabbamein sem ræðst á beinmerginn.  Meðferð hófst strax og gekk hún mjög vel.  Próteinið sem krabbameinsfrumurnar framleiddu var mælt reglulega og lækkaði verulega.  En rétt fyrir jólin 2007 fór mamma að vera slöpp og krabbameinslyfin ekki að gera gagn.  Eftir áramótin, þann 4.janúar var hún lögð inn á Landsspítalann og dó þar þann 10.janúar s.l.

Mamma tók öllum þeim hremmingum og þrengingum sem fyrir hana komu með sínu magnaða jafnaðargeði.  Árið 2006 hafði fundist ber í brjóstinu á henni og var tekinn fleygur úr því til að komast fyrir meinið.  Síðan tók við geislameðferð og allt gekk þetta mjög vel og var hún í eðli sínu sterk og hraust kona.  Hún var einstakur karakter sem öllum lynti við.  Vinir, fjölskylda, kunningjar og þeir sem unni hjá henni við útgerðina og beitninguna voru sammála um það. 

Augljóslega hafði hún mikið umburðarlyndi, hvernig var annað hægt, eigandi tíu börn og átta sem komust á legg!  Þar sem pabbi var mikið í burtu við sjósókn á fyrri árum þeirra búskapar, kom það mikið til í mömmu hlut að sjá um uppeldi gríslinganna.  Oft var nú "hamagangur á Hóli" á Selnesinu, þegar strákpjakkarnir fimm auk vinanna voru í fótbolta á ganginum og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar var skotið niður ljós, mynd eða jafnvel kaffibolli úr hendi ömmu gömlu á loftinu!  Það komu nú stundum skammir frá Mæsu en stundum var líka bara glott út í annað, ekkert annað hægt!  InLove

Hún var afkastamikil húsmóðir, bakaði allt brauð og kökur, saumaði og prjónaði föt á pottormana sína, þreif allt hátt og lágt og þar fram eftir götunum.  Hún vann líka úti þegar elstu börnin voru orðin stálpuð og síðan var það árið 1982 að þau pabbi stofnuðu eigin útgerð með kaupum á Fiskinesi SU 65.  Sá bátur var keyptur frá Dalvík og fór ég, litla örverpið eins og systkini mín myndu segja, með mömmu og pabba norður að sækja happafleyið.  Ég var aðeins sex ára og man þetta vel enn þann dag í dag.  Við gistum eina nótt við bryggjuna áður en við lögðum af stað austur.  Við fengum brælu á hluta leiðarinnar og er ég var sofandi niðri í koju, hoppaði ég ansi mikið upp og rak hausinn í loftið!  Þetta er minnisstætt og pabbi segir oft frá því þegar ég koma á fartinni upp til þeirra mömmu og pabba og var mikið niðri fyrir og sagði að ég hefði sko "hoppað alllllveg uppí loft" í veltingnum!  Minningarnar eru ótal margar og ég er heppin að eiga þær allar.  Mamma og pabbi studdu mig mikið í mínu aðaláhugamáli, hestunum.  Þau gáfu mér minn fyrsta hest þegar ég var tíu ára og hjálpuðu mér endalaust mikið við hirðinu og umönnun hestanna.  Þau þvældust með mér á mót um allt austurland og jafnvel suður og norður í land.  Þau höfðu gaman af öllu í kringum hestana og pabbi er ennþá að stússast í þessu með mér.

Eftir að mamma og pabbi fóru að hafa vetursetu hér í Reykjavík, hafa þau verið mér mikið innan handar.  Við Maríanna Sól bjuggum hjá þeim Jöklaselinu, síðan keyptum við sitthvora íbúðina hérna í Selásnum og það hefur verið ómetanlegt að hafa þau í næstu götu.  Þau hafa verið boðin og búin til að passa fyrir mig hvenær sem er og Maríanna Sól er mikil ömmu og afastelpa.  Síðan hún byrjaði í skólanum s.l haust, hefur hún haft fyrir vana að fara til þeirra að skóla loknum á daginn.  Þetta gerir hún enn, labbar til afa.

Það er mikið skarð skilið eftir í okkar daglega lífi, pabba og okkar Maríönnu Sólar.  Það sem við getum gert er að minnast góðu stundanna og allra minninganna sem við eigum og bíða þess að tíminn lækni sárin.

Við kveðjum þig elsku eiginkona, mamma og amma.


Margt gerist á mörgum mánuðum...

Augljóslega er það ekki oft sem ég finn hjá mér þörf fyrir að blogga.  En þegar það gerist, þá hripa ég hér einhverjar staðreyndir (stundum hreinasta bull) á þessa síðu mína.  Nú síðan síðasta færsla var skrifuð, hefur nú ýmislegt gerst, hlýtur það ekki að vera?

Á vordögum 2007 fór Maríanna Sól mikið að spá í skólann og hvort hún færi nú ekki að byrja í honum.  Krakkarnir af leikskólanum fóru í heimsókn til kunningja sinna í 1.bekkjum Selásskóla svona til þess að fá smá tilfinningu fyrir skólastarfinu.  Þetta lagðist heldur betur vel í verðandi skólastelpuna mína, því nú var óþreyjan enn meiri að fara að hætta í leikskólanum og takast á við alvöru lífsins í grunnskólanum.  Svo kom að því að daman kvaddi leikskólann í lok júní og var í fríi það sem eftir lifði sumars.  Ég var því miður ekki alveg með sömu stundaskrá, þar sem að vegna anna í Nálinni og í vinunni minni í Egilsson, hafði ég mjög lítið sumarfrí þetta sumar, sem gerði hina árlegu utanlandsferð okkar að engu þetta árið, þó svo að ég ein, hafi farið 3 x erlendis, þá fór Maríanna Sól ekkert út fyrir landssteinana á árinu sem var að líða.  Allt í lagi með það, það verður bætt úr því nú á nýja árinu.

Einhvern veginn leið sumarið 2007 gasalega hratt.  Brjálað að gera í vinnu og lítið um lengri og styttri ferðalög.  Reyndar náði ég að fara í helgarferð með nokkrum vinum á Löngufjörur.  Við vorum þrjár vígalega stelpur sem lögðum af stað úr Reykjavík á föstudegi einum í júli.  Þetta voru Steffi og Anna Birna auk mín.  Við fórum á tveimur bílum með tvær hestakerrur í eftirdragi.  Anna Birna var á sínum risabíl með 4ra hesta kerru og við Steffi vorum á mínum bíl með hennar hestakerru með 2 hestum í.  Ferðalagið gekk stórvel, þó að Anna Birna hefði nú pínu áhyggjur til að byrja með þá stóð hún sig eins og hetja, eins og hún væri hreinlega alltaf að þeysast með risastórar hestakerrur út um allt!  Nú, ástæðan fyrir því að við vorum með 6 hesta var sú, að vinafólk mitt frá Vopnafirði ætlaði að slást í för með okkur á fjörunum.  Við hittum þau fyrst í Borgarnesi, þar sem við versluðum eitt og annað sem okkur fannst okkur vanta og héldum síðan sem leið lá upp á Snæfellsnes, nánar tiltekið að Hótel Eldborg þar sem hópurinn átti pantaða gistingu.  Allt gekk vel á leiðinni og þeir sem ekki voru að keyra, byrjuðu á að smakka bjórinn!  Þessi helgi var hreint frábær, það er ólýsanlegt að ríða þarna um hvíta sandana, út í eyjar, yfir ála, útí sjó, fyrir klettabelti og ríða svo fram á forvitinn selahóp sem hafðist við í ál einum lengst uppi á sandi.  Það sem toppaði svo helgina var þegar við fórum einn túr með honum Trausta í Skógarnesi um hans landareign þarna á fjörunum.  Þar vorum við með fleira fólki, Óla Flosa og hópi á hans vegum.  Þetta var frábær túr með frábæru fólki.  Fjörurnar kalla svo væntanlega á mann aftur í júlí á þessu ári....ekki spurning

Það var síðan 22.ágúst s.l sem Maríanna Sól skólastelpa fékk að fara í skólann sinn í fyrsta skipti.  Við mæðgur mættum spenntar (mamman ekki síður) til að hitta hana Valgerði sem er kennarinn hennar Mariönnu Sólar.  Okkur leist strax vel á hana.  Hún spjallaði fyrst við okkur saman, svo bað hún Maríönnu að fara að lita mynd á öðru borði í stofunni og spjallaði við mig á meðan.  Svo fór hún til hennar og gerði nokkur lítil próf á henni til að kanna hvar hún væri stödd með ýmis mál, eins og lestur, form, leggja saman litlar tölur og draga frá og ýmislegt fleira.  Þetta stóðst mín glæsilega og Völu leist stórvel á þessa stelpu sem hún kallaði "snilling" og ég veit ekki hvað og hvað.  Lofsöngurinn hélt svo áfram í byrjun nóvember.  Þá var foreldraviðtal án barns og verið að tala um stöðu barnsins.  Þetta var allt í svo ljómandi standi, að mamman bara táraðist!  Stelpan svo dugleg að lesa, skrifa, tala, leika sér og góð við bekkjarfélagana og varð svo efst á prófinu (man ekki hvað það heitir, svipað og í leikskólanum) sem lagt var fyrir þau.  Þannig að ég fór út úr viðtalinu, með stolt í hjarta og bros á vör.  Góð stelpa sem ég á! 

Á haustdögum seldi ég minn hlut í Nálinni og tók að mér starf vörustjóra hjá Egilsson hf, þar sem vinur minn hann Eggert var að hætta og ganga til liðs við Lífland og stjórna þar innkaupum á hráefni til dýrafóðursgerðar.  Það tók mig þó nokkurn tíma að koma mér inní allt í þessu nýja starfi og sérstaklega þar sem ég þurfti að undirbúa mig vel fyrir bókasýninguna í Frankfurt sem ég fór á vegna þessa nýja starfs.  Eggert var reyndar svo indæll að koma með mér þangað og kynna mig fyrir öllum sem ég þurfti að þekkja og svo skoðaði ég auðvitað nýja hluti og seljendur líka.  Þetta var mjög skemmtileg ferð og lærdómsrík fyrir græningjann mig.  EN eftir að heim var komið tók við hræðilegur tími hjá mér.  Ég hafði einhvern veginn náð mér í Salmonella-sýkingu þarna úti og steinlá fárveik af henni í tvær vikur.  Þetta er það versta sem ég hef lent í og ég hélt á tímabili að mér myndi bara ekkert batna, þetta yrði minn bani!  Sem auðvitað varð ekki raunin og í dag er ég mjög spræk.  Samt tók það mig 4 vikur að ná mér að fullu og ég get sannarlega ekki mælt með þessari veiki!  Þegar ég var hvað verst, flutti ég til mömmu og pabba, því ég gat bara engan veginn hugsað um Maríönnu Sól, sem auðvitað fór í skólann á hverjum morgni og átti sitt venjulega líf þó mamman væri gjörsamlega út úr heiminum! 

Í nýja starfinu er ég vörustjóri bóka, tímarita, DVD og tónlistardiska, tungumálakennsludiska og frímerkja (!) svo eitthvað sé nefnt.  Síðast liðnar vikur hafa verið mjög strembnar og ég unnið alveg myrkranna á milli við að koma jólabókavertíðinni í gott horf.  Það tókst bara vel og er ég nokkuð sátt bara.  Nú tekur við önnur vertíð, sem er upphaf annar í framhaldsskólum landsins.

Jólin já, þau voru bara týpístk, voða fín og róleg.  Reyndar náði ég ekki að taka hestana á hús fyrir jól, sökum anna.  Þannig að það var eiginlega enn meiri leti í gangi en venjulega yfir þessa hátíðardaga.

Að lokum langar mig að óska öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir góðar stundir á árinu sem kvaddi í nótt.

 


Hvaða kaffi ertu...

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

tími...

Veisluborðið...til kominn á nýja færslu, finnst ykkur ekki?  Í fréttum er það helst að Maríanna Sól er búin að vera á reiðnámskeiði í Fáki og gengur mjög vel.  Hún var svo heppin að fá hann Ljóma lánaðan hjá Dagrúnu og hún hefði ekki getað fengið betri hest held ég, hann er alveg pottþéttur.  Svo er hún aðeins búin að vera að keppa, á vetrarleikum, er í pollaflokki og stendur sig vel.  Nú eru búnir sjö tímar af átta af reiðnámskeiðinu og því lýkur á föstudaginn kemur.

Svo er litla pían orðin 6 ára og héldum við mæðgur heljarinnar afmælisveislur af því tilefni.  Já, á þriðjudeginum 6.mars komu vinkonurnar af leikskólanum í partý uppúr hálffimm og það var stanslaust stuð til að verða sjö.  Kíkið endilega á myndir úr þessu fjöri hér á síðunni.   Svo á miðvikudagskvöldinu kom stórfjölskyldan í kvöldmat og Maríanna Sól var alveg ákveðin í að bjóða uppá hrísgrjónagraut, slátur og kalt borð með brauði og síðan franskri súkkulaðiköku í desert.  Þetta vakti mikla lukku hjá gestunum og var hreinastsa snilld fyrir útivinnandi mömmuna, því amma og afi komu aðvífandi með heitt slátrið þegar þau mættu.  Bestu þakkir fyrir það Wink  Nú, á laugardeginum komu svo vinkonurnar í kaffi en þær stóðu sig með afbrigðum illa, því aðeins Helga Jóna mætti með sína drengi.  Ekki það að það var mjög hugguleg stund og Dagný rak svo líka inn nefið og fékk sér kaffi og köku.  Þetta er nú ekki alveg búið, því amma og afi buðu Guðnýju ömmusystir og tvíburunum hennar og barnabörnum sínum í kaffi á sunnudeginum og því voru gjafirnar að berast alla vikuna eftir afmælisdaginn, gaman að því og kærar þakkir allir fyrir fallegar gjafir Tounge

Nú af mömmsunni er það að frétta að hún er alltaf í vinnunni auðvitað, tekur að sér aukaverkefni við þýðingar, er alltaf í hesthúsinu að sinna hestunum og er svo í "lausa tímanum" að vinna að stóru verkefni sem er hálfgert leyndó ennþá...spennó Cool  Komum að því síðar..

Þangað til; verið hress, ekkert stress og bless.


mamma sjötug.. og fleira..

Já, nú er afmælið afstaðið og tókst það alveg snilldarvel.  Allir skemmtu sér konunglega og fullt var út úr dyrum í Fögrubrekkunni hjá Hilmari og co.  Veitingarnar voru alveg sérlega flottar og sáu nú svo sem margir um þær en þó aðallega mamma sjálf og Odda systir.  Ég bakaði nokkrar franskar súkkulaðitertur, Svanhildur hans Hlyns bakaði nokkrar marengstertur, Ada hans Rikka gerði tvö 'Eftirlæti Báru' og Sigga systir gerði einhverja brauðrétti.  Vona að ég gleymi engum..  Og 'by the way', takk allir fyrir skemmtilega veislu W00t  Afmælisgellan fékk svakalega fínar gjafir, t.d sumarbústaðaferð frá hinum snarrugluðu systrum sínum, utanlandsferð frá hinum frábæru og velheppnuðu börnum sínum, áfengi í lítravís, snyrtivörur og ilmvötn frá barnabörnunum, dekur í Mecca Spa og eina aðra snyrtistofu í Grafarvoginum, peninga og skartgripi.  Það er sem sagt ekki spurning um það að maður stefnir að því að ná þessum fína aldri!  Kíkið í albúmið til að sjá myndir frá þessum skemmtilega degi Sideways

Nú, svo er mín auðvitað nýkomin frá Danaveldi.  Skellti mér í helgarferð með henni Helgu Jónu vinkonu minni, því við þurftum að sækja hann Óskar manninn hennar sem var búinn að vera í Köben í þrjár vikur og rataði ekki heim.  Neei, hann var að klára járningameistaranámið sitt og stóð sig sannarlega eins og hetja, var langhæstur í sínum hóp (um 186 cm), djók, með m.a 10 fyrir skeifnasmíði og 11 fyrir járninguna.  Við urðum auðvitað svakalega stoltar af drengnum InLove  Við gistum hjá henni Írisi Lind vinkonu okkar og vil ég hér með þakka henni enn og aftur fyrir frábæra gestrisni, rosa gott að vera hjá henni.  Nú, á föstudagskvöldið var okkur fjórum fræknu boðið í mat til Írisar Sigurbjörns og Hauks en þau búa á Kagsåkollegíinu í Kaupmannahöfn.  Það var yndislegt að koma til þeirra og barnanna þeirra þriggja, þar á meðal tvíburanna litlu.  Maturinn var mexíkóskur og alveg rosalega góður.  Þar sem að við hittum þau ekki oft, var mikið spjallað og eitthvað drukkið af bjór, hvítvíni og rauðvíni um leið.  Síðan var knúsast í tvíburunum þeim Ísak Elí og Aroni Elvari og Rakel Heba var alveg fyrirmyndar stóra systir, þæg og góð en alveg rosa skemmtileg, á sko ekki langt að sækja það Wink  Þannig að það verður frábært að hitta þau næst þegar maður á leið til Köben.

Nú, auðvitað verslaði ég aðeins en aldrei þessu vant hélt ég mér alveg á mottunni í þeim efnum.  Keypti mér einn kjól, enga skó, Katvig regngalla handa Maríönnu en það var einmitt mission í ferðinni að finna hann.  Keypti líka Hugin og Mugin bol á hana, vantaði svo svartan bol við hörpilsið sem ég saumaði, og þessi fíni bolur var einmitt á útsölu!  Keypti svo eitt óvænt atriði sem ég gat ekki sleppt; það voru brún leðurstígvel frá Kickers á Maríönnu.  Þau áttu að kosta kr 929 DK en ég fékk þau á kr 278 Dk, á 70% afslætti eins og reiknisnillingar sjá strax.  Eins og allir heilvita menn og konur skilja, var ekki hægt að sleppa þessu!  Nú svo fékk Maríanna eitthvað af Diddl dóti og ég keypti mér viskustykki til að bródera í og líka smá garn og þá er nú bara allt upptalið held ég.  Ég er alveg hrikalega ánægð með ferðina og væri til í að fara í svona ferð um það bil 1x í mánuði...en þið?

Nú svo er ég aftur komin niður á jörðina, farin að ríða út og þjálfa fyrir ístöltið 'Svellkaldar konur' sem verður 17.febrúar næstkomandi.  Spennandi.. fór í fyrra og gekk ágætlega, toppa vonandi þann árangur Shocking

Bið að heilsa í bili..og p.s: það myndi nú ekki drepa ykkur að kvitta í gestabókina eða skrifa skemmtilega athugasemd hér að neðan Devil


bllllesss jól

Já, það er kominn tími til að kveðja jólin.  Jólin fóru vel í alla mína fjölskyldu, sumir átu yfir sig, aðrir voru penni Wink  Það er góður tími núna, þó dimmt sé yfir og allt það.  Hestarnir komnir inn, farnir að fá sér sundsprett í hestasundlaug Faxa hesta hjá Helga og Örnu.  Frábært það, hrein snilld.  Hestarnir skemmta sér konunglega, hafa voða gaman af þessari fjölbreytni held ég.  Það er hins vegar svo fyndið, að fólk sem er ekki í hestamennsku, heldur að ég sé að grínast og hreinlega búin að missa vitið, þegar ég segi þeim að hesturinn minn sér í sundþjálfun, í HESTASUNDLAUG!  En, þá bið ég viðkomandi bara að kíkja á heimasíðu Faxa hesta, www.faxahestar.is en ég er víst vefstjóri þeirrar síðu og sinni henni fyrir vini mína, Örnu og Helga.

Næsta mál á dagskrá er hins vegar það, að mamma er að verða sjötug á laugardaginn.  Við ætlum að blása til allsherjar veislu og höfum þann háttinn á að það verður opið hús hjá Hilmari bróður í Fögrubrekkunni og allir vinir, fjölskylda og kunningjar eru velkomnir þangað.  Hlökkum til að hitta alla á laugardaginn Grin

Ekki má gleyma því að Odda Karólína hennar Siggu systir, á einmitt afmæli sama dag og amma sín og verður 11 ára á laugardaginn.  Hún verður nú að fá smá athygli líka, auðvitað koma Sigga og co. öll að norðan.  Viggi og Húni koma svo annað kvöld og María Björk hans Rikka kemur með Siggu og því hyski, þannig að það verður án efa líf í tuskunum um helgina!

Hasta la vista beibí Bandit


jólin, jólin...

jæja, búin að hafa það hrikalega gott um jólin. ætla að gera smá veruleikatékk á morgun og fara í vinnuna í tja, hvað á ég að segja; tvo daga í röð og fara svo aftur í frí! bara skemmtilegt. eiginlega ættum við að snú vinnuvikunni við: vinna í tvo daga og vera svo í fríi hina fimm daga vikunnar. það kæmi allavega mikið betur út fyrir fjölskyldulíf okkar sem erum uppi á þessum síðustu og verstu tímum..er það ekki? kannski myndu margir actually KYNNAST börnunum sínum, grafa upp gamlar ljósmyndir síðan þau voru lítil og kannski heyra sögur af því hvernig hinar ýmsustu upplifandir í þeirra lífi urðu til. fróðlegt væri það heillin. og sennilega mjög ógnvænleg reynsla fyrir mörg okkar. ég heyrði í kvöld sagt í öfundartón, að mín fjölskylda væri svo skemmtileg! mér sem finnst hún einmitt stundum geta verið drepleiðinleg en yfirleitt er ég hæstánægð með hana :) við erum dugleg að hittast við systkinin, spila hin ýmsu spil, fá okkur kannski bjór með eða hvítt eða rautt. pabbi og mamma sleppa yfirleitt að spila, fá sér samt í tánna með okkur... ;)

nei annars, takk fyrir jólin og megi þau veita öllum gleði og frið.


haustmót, leikhús, leikhús

Ég skoðaði í gær heimasíðu vinafólks í Danmörku, þau eru nýbúin að eignast tvíbura, tvo flotta stráka.  Þeir komu nú töluvert fyrr en áætlað var, eða um 6 vikum fyrr en þeim heilsast þó mjög vel.  Þeir þurfa þó að dvelja á spítalanum undir eftirliti næstu vikurnar, eins og gefur að skilja.  Innilegar hamingjuóskir til foreldra og stóru systur Koss  Ótrúleg kraftaverk alltaf þessi litlu kríli.  Við mæðgurnar ásamt Heklu Diljá frænku, skelltum okkur á haustmót Svanbergs sem var haldið í sól og blíðu í Þykkvabænum hjá ömmunni og afanum.  Það voru þeir Kristall og Flæmingur sem fengu það ábyrgðarfulla hlutverk að vera fararskjótarnir og stóðu þeir sig með miklum sóma, þó að áhugi hafi kannski ekki verið í botni hjá báðum.  Það er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig eins og hetjur á mótinu og þá ekki síst hinn ungi mótshaldari!  Mjög skemmtilega til fundið hjá hinum áhugasama hestagaur!  Eftir mótið léku krakkarnir sér, ýmist úti eða inni og undu sér hreint ljómandi vel.  Á meðan bakaði húsfreyjan á Tjörn, hún Þórunn, æðislegar pönnukökur af miklum móð ofan í allt gengið!!  Hreinn snilldardagur í sveitinni Svalur 

Pétur Gaut verð ég nú að minnast á.  Sá gaurinn þann á laugardagskvöldið með Dagnýju og Huldu, eða réttara sagt 1/2 Dagnýju og Huldu, þar sem að sú fyrrnefnda mætti of seint í fyrri hálfleikinn og náði aðeins þeim síðari.  Ég skemmti mér mjög vel í Kassanum, flott uppfærsla á stykkinu fræga eftir Ibsen og hreinlega sló hann Ólafur Darri öll met!  Náunginn er alveg frábær, algjör senuþjófur og bara mjög sannfærandi í sínum hlutverkum!  Mæli með því að sjá þetta stykki.

Á sunnudaginn sáum við mæðgur annað leikhúsverk, Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu.  Skelltum okkur í Matthíasarskóg með Helgu Jónu, Svanbergi, Vilmari, Söndur og Hjálmari.  Þetta var mjög skemmtilegt og ansi vel gert bara.  Laddi stóð sig frábærlega sem Matthías ræningjaforingi og Eggert Þorleifsson fór á kostum sem Skalla-Pétur.  Ekki skemmdi nú fyrir að við fengum að hitta Ronju og Birki eftir sýninguna og fengum þau til að skrifa nafnið sitt á geisladiskana með lögunum úr sýningunni.  Næst ætlum við svo að sjá Sitji guðs englar í Þjóðleikhúsinu, hlökkum til.

Læt þetta nægja í bili.


bróderí og fleira fínerí

Um þessar mundir er minnz á fullu að sauma, bródera og gera alls konar skapandi hluti. Kominn tími til myndu margir segja, ég meðtalin. Það er alveg ótrúlegt hvað það er gefandi fyrir andann að gera þessa hluti. Maður getur notað þann tíma sem tekinn er frá fyrir þessa sköpun og hugsað um hin ýmsustu mál, eða bara skapað og skapað og hugsað um eiginlega ekki neitt, bara tæmt hugann og fylgst með sköpuninni gerast. Alveg magnað. Mæli eindregið með þessu, þetta er svipað og jóga :) Ég er í bróderíinu undir styrkri leiðsögn Helgu Jónu vinkonu, sem er algerlega snillingur á þessu sviði og þá er ég að tala um bæði í kennslunni og líka hvað handverkið sjálft varðar. Hrikalega fær og sniðug í sínu starfi stúlkan. Svo er hún svo sæt líka, og auðvitað skemmtileg, ekki skemmir það nú ;) Að öðru, Maríanna Sól er byrjuð aftur í balletinum, reyndar á öðrum stað en síðast. Við ákváðum að skipta úr ballettskóla Eddu Scheving í Klassíska listdansskólann www.ballett.is , vegna þess að sá síðarnefndi er mikið nær okkur og Guðlaugu Erlu frænku okkar sem var líka að byrja í ballett í þeim skóla. Þannig að það er mjög gaman hjá þeim frænkum/vinkonum að hittast á laugardögum kl 13 og skella sér í balletttíma. Síðan er planið hjá hinni 5 ára gömlu Maríönnu að byrja að æfa fótbolta með 7.flokki kvenna í Fylki í október og svo að fara á reiðnámskeið í Fáki í febrúar! Þannig að það lítur út fyrir að hún hafi nóg fyrir stafni í vetur! Ætla aðeins að stökkva frá og bródera smá í pilsið sem ég er að sauma, Maríanna ætlar að fá að fara í kisuleik á meðan í tölvunni.. leiter..


ágúst með strákúst..

já hann ágúst er bara kominn. finnst ykkur það ekki ótrúlegt? fyrir utan að vera alltof snemma á ferðinni gaurinn sá. sumarið er einhvern veginn bara búið að þjóta hjá, þó að það hafi aldrei almennilega komið, í það minnsta ekkert staldrað við, sem hefði einmitt verið svo yndislegt. jæja, það er þó alltaf hægt að hlakka til næsta sumars..2007 (pollýönnu pillurnar að virka)! en annars er minnz bara hress, ein í kotinu með dýrmundi, vinn eins og hestur (hahaha) og alltaf að deita...djók, ekki alveg stemming í það þessa dagana. það sem er hvað mest spennandi í lífi mínu um þessar mundir er það, að orkídean mín er að fara að blómstra! já, hún er ótrúleg. það er ekki eins og ég sé með þessa "grænu fingur" sem hún mamma hefur, neeeei. hún hefur til dæmis aldrei fengið orkideu til þess að blómstra fyrir sig. en obba orkidea flutti til mín fyrir rúmu ári síðan, var gjöf frá lillu frænku fyrir flísarnar sem ég lagði fyrir hana. þá var hún byrjuð að blómstra og gerði það vel og lengi, kom endalaust með ný blóm einhvern veginn og var svo yndislega falleg. svo hætti hún að blómstra á endanum og þá átti maður að klippa af stilknum sem blómin komu á, minnz gerði það auðvitað ekki. frétti það of seint. en viti menn, fyrir um mánuði síðan fór að koma nýr stilkur og nú eru farnir að myndast knúbbar sem verða að blómum skiljiði! það er ekki eins og ég sé eitthvað voða góð við hana, ég gef henni aldrei spes-orkídeuáburð, hef aldrei skipt um pott á henni, gef henni ekki oft að drekka og tala ALDREI við hana. kannski er hún stöðugt að reyna að bæta sig, heldur að hún sé ekki nógu góð fyrir mig vegna þess að ég yrði aldrei á hana, hún heldur að það að blómgast verði til þess að ég taki meira eftir henni og sinni henni sérlega vel. AUÐVITAÐ!! ég meina, ekki er hún heimsk! þannig að við erum voða vinkonur núna! og mamma, hún skilur ekkert í þessu, finnst þetta bara ósanngjarnt. en þetta er í rauninni bara spurning um tamningu, eins og á dýrunum okkar, börnunum og svo framvegis. það er hægt að temja allt greinilega... þangað til næst, hafið það gott...en ekki OF gott samt ;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband