Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

jólin, jólin...

jæja, búin að hafa það hrikalega gott um jólin. ætla að gera smá veruleikatékk á morgun og fara í vinnuna í tja, hvað á ég að segja; tvo daga í röð og fara svo aftur í frí! bara skemmtilegt. eiginlega ættum við að snú vinnuvikunni við: vinna í tvo daga og vera svo í fríi hina fimm daga vikunnar. það kæmi allavega mikið betur út fyrir fjölskyldulíf okkar sem erum uppi á þessum síðustu og verstu tímum..er það ekki? kannski myndu margir actually KYNNAST börnunum sínum, grafa upp gamlar ljósmyndir síðan þau voru lítil og kannski heyra sögur af því hvernig hinar ýmsustu upplifandir í þeirra lífi urðu til. fróðlegt væri það heillin. og sennilega mjög ógnvænleg reynsla fyrir mörg okkar. ég heyrði í kvöld sagt í öfundartón, að mín fjölskylda væri svo skemmtileg! mér sem finnst hún einmitt stundum geta verið drepleiðinleg en yfirleitt er ég hæstánægð með hana :) við erum dugleg að hittast við systkinin, spila hin ýmsu spil, fá okkur kannski bjór með eða hvítt eða rautt. pabbi og mamma sleppa yfirleitt að spila, fá sér samt í tánna með okkur... ;)

nei annars, takk fyrir jólin og megi þau veita öllum gleði og frið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband