Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

tími...

Veisluborðið...til kominn á nýja færslu, finnst ykkur ekki?  Í fréttum er það helst að Maríanna Sól er búin að vera á reiðnámskeiði í Fáki og gengur mjög vel.  Hún var svo heppin að fá hann Ljóma lánaðan hjá Dagrúnu og hún hefði ekki getað fengið betri hest held ég, hann er alveg pottþéttur.  Svo er hún aðeins búin að vera að keppa, á vetrarleikum, er í pollaflokki og stendur sig vel.  Nú eru búnir sjö tímar af átta af reiðnámskeiðinu og því lýkur á föstudaginn kemur.

Svo er litla pían orðin 6 ára og héldum við mæðgur heljarinnar afmælisveislur af því tilefni.  Já, á þriðjudeginum 6.mars komu vinkonurnar af leikskólanum í partý uppúr hálffimm og það var stanslaust stuð til að verða sjö.  Kíkið endilega á myndir úr þessu fjöri hér á síðunni.   Svo á miðvikudagskvöldinu kom stórfjölskyldan í kvöldmat og Maríanna Sól var alveg ákveðin í að bjóða uppá hrísgrjónagraut, slátur og kalt borð með brauði og síðan franskri súkkulaðiköku í desert.  Þetta vakti mikla lukku hjá gestunum og var hreinastsa snilld fyrir útivinnandi mömmuna, því amma og afi komu aðvífandi með heitt slátrið þegar þau mættu.  Bestu þakkir fyrir það Wink  Nú, á laugardeginum komu svo vinkonurnar í kaffi en þær stóðu sig með afbrigðum illa, því aðeins Helga Jóna mætti með sína drengi.  Ekki það að það var mjög hugguleg stund og Dagný rak svo líka inn nefið og fékk sér kaffi og köku.  Þetta er nú ekki alveg búið, því amma og afi buðu Guðnýju ömmusystir og tvíburunum hennar og barnabörnum sínum í kaffi á sunnudeginum og því voru gjafirnar að berast alla vikuna eftir afmælisdaginn, gaman að því og kærar þakkir allir fyrir fallegar gjafir Tounge

Nú af mömmsunni er það að frétta að hún er alltaf í vinnunni auðvitað, tekur að sér aukaverkefni við þýðingar, er alltaf í hesthúsinu að sinna hestunum og er svo í "lausa tímanum" að vinna að stóru verkefni sem er hálfgert leyndó ennþá...spennó Cool  Komum að því síðar..

Þangað til; verið hress, ekkert stress og bless.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband