Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

ágúst með strákúst..

já hann ágúst er bara kominn. finnst ykkur það ekki ótrúlegt? fyrir utan að vera alltof snemma á ferðinni gaurinn sá. sumarið er einhvern veginn bara búið að þjóta hjá, þó að það hafi aldrei almennilega komið, í það minnsta ekkert staldrað við, sem hefði einmitt verið svo yndislegt. jæja, það er þó alltaf hægt að hlakka til næsta sumars..2007 (pollýönnu pillurnar að virka)! en annars er minnz bara hress, ein í kotinu með dýrmundi, vinn eins og hestur (hahaha) og alltaf að deita...djók, ekki alveg stemming í það þessa dagana. það sem er hvað mest spennandi í lífi mínu um þessar mundir er það, að orkídean mín er að fara að blómstra! já, hún er ótrúleg. það er ekki eins og ég sé með þessa "grænu fingur" sem hún mamma hefur, neeeei. hún hefur til dæmis aldrei fengið orkideu til þess að blómstra fyrir sig. en obba orkidea flutti til mín fyrir rúmu ári síðan, var gjöf frá lillu frænku fyrir flísarnar sem ég lagði fyrir hana. þá var hún byrjuð að blómstra og gerði það vel og lengi, kom endalaust með ný blóm einhvern veginn og var svo yndislega falleg. svo hætti hún að blómstra á endanum og þá átti maður að klippa af stilknum sem blómin komu á, minnz gerði það auðvitað ekki. frétti það of seint. en viti menn, fyrir um mánuði síðan fór að koma nýr stilkur og nú eru farnir að myndast knúbbar sem verða að blómum skiljiði! það er ekki eins og ég sé eitthvað voða góð við hana, ég gef henni aldrei spes-orkídeuáburð, hef aldrei skipt um pott á henni, gef henni ekki oft að drekka og tala ALDREI við hana. kannski er hún stöðugt að reyna að bæta sig, heldur að hún sé ekki nógu góð fyrir mig vegna þess að ég yrði aldrei á hana, hún heldur að það að blómgast verði til þess að ég taki meira eftir henni og sinni henni sérlega vel. AUÐVITAÐ!! ég meina, ekki er hún heimsk! þannig að við erum voða vinkonur núna! og mamma, hún skilur ekkert í þessu, finnst þetta bara ósanngjarnt. en þetta er í rauninni bara spurning um tamningu, eins og á dýrunum okkar, börnunum og svo framvegis. það er hægt að temja allt greinilega... þangað til næst, hafið það gott...en ekki OF gott samt ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.