Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

staðan

já, ég er að spá í að blogga aðeins. eftir spán tók vinnan aftur við, miskunnarlaus og stundvís en fín. keyrði svo með steffi vinkonu norður í land, nánar tiltekið á Vindheimamela í Skagafirði. þar slógum við upp tjöldum (tjaldvagni) og drukkum og skemmtum okkur eins og sannir víkingar! mótið var mjög vel heppnað í alla staði, dagskráin stóðst, æðislegir hestar, góður félagsskapur og bara gaman! á leiðinni í bæinn var rigning og hefur hún eigilega ekki farið síðan greyið, greyin við.. en ég trúi á það góða í heiminum og þess vegna trúi ég því að við fáum sumar og það fer meira að segja að skella á, já um helgina bara spái ég! ekkert að þakka ;) heyrðu, haldiði að minns hafi ekki sett inn myndir í albúm hérna á síðunni? minns kemur á óvart, ja svei. það eru sem sagt nokkrar fínar myndir frá spáni, svo luma ég á fleirum sem kannski bætast við ef þið verðið stillt. annars er það að frétta að maríanna sól ætlar norður í land á fimmtudaginn með ömmu og afa á nýja bílnum hennar ömmu (eins og afi kallar hann). þar ætlar hún að vera í fríi og fara í brúðkaup, kjarnaskóg og að veiða. laus við mömmsu sína.. það verður örugglega mjög gaman hjá henni. mammsan ætlar hins vegar að vinna.. og sennilega líka fara í partý í grafarvoginn, af því að þar er ódýrasti bjórinn um þessar mundir. væri gott að komast líka á hestbak. kannski kíkja líka á vöku og glanna upp í biskupstungur, hmm, kaupa pulsu og kók í litlu kaffistofunni, ís á selfossi og harðfisk í þrastarlundi, já bara njóta þess að vera á ferðalagi. þetta er allavega það næsta sem minns kemst því að vera á "ferðalagi" þessa dagana. kíkið á myndirnar og .. já bæ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.