mamma sjötug.. og fleira..

Já, nú er afmælið afstaðið og tókst það alveg snilldarvel.  Allir skemmtu sér konunglega og fullt var út úr dyrum í Fögrubrekkunni hjá Hilmari og co.  Veitingarnar voru alveg sérlega flottar og sáu nú svo sem margir um þær en þó aðallega mamma sjálf og Odda systir.  Ég bakaði nokkrar franskar súkkulaðitertur, Svanhildur hans Hlyns bakaði nokkrar marengstertur, Ada hans Rikka gerði tvö 'Eftirlæti Báru' og Sigga systir gerði einhverja brauðrétti.  Vona að ég gleymi engum..  Og 'by the way', takk allir fyrir skemmtilega veislu W00t  Afmælisgellan fékk svakalega fínar gjafir, t.d sumarbústaðaferð frá hinum snarrugluðu systrum sínum, utanlandsferð frá hinum frábæru og velheppnuðu börnum sínum, áfengi í lítravís, snyrtivörur og ilmvötn frá barnabörnunum, dekur í Mecca Spa og eina aðra snyrtistofu í Grafarvoginum, peninga og skartgripi.  Það er sem sagt ekki spurning um það að maður stefnir að því að ná þessum fína aldri!  Kíkið í albúmið til að sjá myndir frá þessum skemmtilega degi Sideways

Nú, svo er mín auðvitað nýkomin frá Danaveldi.  Skellti mér í helgarferð með henni Helgu Jónu vinkonu minni, því við þurftum að sækja hann Óskar manninn hennar sem var búinn að vera í Köben í þrjár vikur og rataði ekki heim.  Neei, hann var að klára járningameistaranámið sitt og stóð sig sannarlega eins og hetja, var langhæstur í sínum hóp (um 186 cm), djók, með m.a 10 fyrir skeifnasmíði og 11 fyrir járninguna.  Við urðum auðvitað svakalega stoltar af drengnum InLove  Við gistum hjá henni Írisi Lind vinkonu okkar og vil ég hér með þakka henni enn og aftur fyrir frábæra gestrisni, rosa gott að vera hjá henni.  Nú, á föstudagskvöldið var okkur fjórum fræknu boðið í mat til Írisar Sigurbjörns og Hauks en þau búa á Kagsåkollegíinu í Kaupmannahöfn.  Það var yndislegt að koma til þeirra og barnanna þeirra þriggja, þar á meðal tvíburanna litlu.  Maturinn var mexíkóskur og alveg rosalega góður.  Þar sem að við hittum þau ekki oft, var mikið spjallað og eitthvað drukkið af bjór, hvítvíni og rauðvíni um leið.  Síðan var knúsast í tvíburunum þeim Ísak Elí og Aroni Elvari og Rakel Heba var alveg fyrirmyndar stóra systir, þæg og góð en alveg rosa skemmtileg, á sko ekki langt að sækja það Wink  Þannig að það verður frábært að hitta þau næst þegar maður á leið til Köben.

Nú, auðvitað verslaði ég aðeins en aldrei þessu vant hélt ég mér alveg á mottunni í þeim efnum.  Keypti mér einn kjól, enga skó, Katvig regngalla handa Maríönnu en það var einmitt mission í ferðinni að finna hann.  Keypti líka Hugin og Mugin bol á hana, vantaði svo svartan bol við hörpilsið sem ég saumaði, og þessi fíni bolur var einmitt á útsölu!  Keypti svo eitt óvænt atriði sem ég gat ekki sleppt; það voru brún leðurstígvel frá Kickers á Maríönnu.  Þau áttu að kosta kr 929 DK en ég fékk þau á kr 278 Dk, á 70% afslætti eins og reiknisnillingar sjá strax.  Eins og allir heilvita menn og konur skilja, var ekki hægt að sleppa þessu!  Nú svo fékk Maríanna eitthvað af Diddl dóti og ég keypti mér viskustykki til að bródera í og líka smá garn og þá er nú bara allt upptalið held ég.  Ég er alveg hrikalega ánægð með ferðina og væri til í að fara í svona ferð um það bil 1x í mánuði...en þið?

Nú svo er ég aftur komin niður á jörðina, farin að ríða út og þjálfa fyrir ístöltið 'Svellkaldar konur' sem verður 17.febrúar næstkomandi.  Spennandi.. fór í fyrra og gekk ágætlega, toppa vonandi þann árangur Shocking

Bið að heilsa í bili..og p.s: það myndi nú ekki drepa ykkur að kvitta í gestabókina eða skrifa skemmtilega athugasemd hér að neðan Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gellur!  Takk fyrir síðast og þar síðast og .......... bingó!  Ekki upp í kött á Nesi og yfir og út.

Refurinn

Ríkarður Garðarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.