bllllesss jól
18.1.2007 | 09:57
Já, það er kominn tími til að kveðja jólin. Jólin fóru vel í alla mína fjölskyldu, sumir átu yfir sig, aðrir voru penni Það er góður tími núna, þó dimmt sé yfir og allt það. Hestarnir komnir inn, farnir að fá sér sundsprett í hestasundlaug Faxa hesta hjá Helga og Örnu. Frábært það, hrein snilld. Hestarnir skemmta sér konunglega, hafa voða gaman af þessari fjölbreytni held ég. Það er hins vegar svo fyndið, að fólk sem er ekki í hestamennsku, heldur að ég sé að grínast og hreinlega búin að missa vitið, þegar ég segi þeim að hesturinn minn sér í sundþjálfun, í HESTASUNDLAUG! En, þá bið ég viðkomandi bara að kíkja á heimasíðu Faxa hesta, www.faxahestar.is en ég er víst vefstjóri þeirrar síðu og sinni henni fyrir vini mína, Örnu og Helga.
Næsta mál á dagskrá er hins vegar það, að mamma er að verða sjötug á laugardaginn. Við ætlum að blása til allsherjar veislu og höfum þann háttinn á að það verður opið hús hjá Hilmari bróður í Fögrubrekkunni og allir vinir, fjölskylda og kunningjar eru velkomnir þangað. Hlökkum til að hitta alla á laugardaginn
Ekki má gleyma því að Odda Karólína hennar Siggu systir, á einmitt afmæli sama dag og amma sín og verður 11 ára á laugardaginn. Hún verður nú að fá smá athygli líka, auðvitað koma Sigga og co. öll að norðan. Viggi og Húni koma svo annað kvöld og María Björk hans Rikka kemur með Siggu og því hyski, þannig að það verður án efa líf í tuskunum um helgina!
Hasta la vista beibí
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.