staðan
19.7.2006 | 01:11
já, ég er að spá í að blogga aðeins. eftir spán tók vinnan aftur við, miskunnarlaus og stundvís en fín. keyrði svo með steffi vinkonu norður í land, nánar tiltekið á Vindheimamela í Skagafirði. þar slógum við upp tjöldum (tjaldvagni) og drukkum og skemmtum okkur eins og sannir víkingar! mótið var mjög vel heppnað í alla staði, dagskráin stóðst, æðislegir hestar, góður félagsskapur og bara gaman! á leiðinni í bæinn var rigning og hefur hún eigilega ekki farið síðan greyið, greyin við.. en ég trúi á það góða í heiminum og þess vegna trúi ég því að við fáum sumar og það fer meira að segja að skella á, já um helgina bara spái ég! ekkert að þakka ;) heyrðu, haldiði að minns hafi ekki sett inn myndir í albúm hérna á síðunni? minns kemur á óvart, ja svei. það eru sem sagt nokkrar fínar myndir frá spáni, svo luma ég á fleirum sem kannski bætast við ef þið verðið stillt. annars er það að frétta að maríanna sól ætlar norður í land á fimmtudaginn með ömmu og afa á nýja bílnum hennar ömmu (eins og afi kallar hann). þar ætlar hún að vera í fríi og fara í brúðkaup, kjarnaskóg og að veiða. laus við mömmsu sína.. það verður örugglega mjög gaman hjá henni. mammsan ætlar hins vegar að vinna.. og sennilega líka fara í partý í grafarvoginn, af því að þar er ódýrasti bjórinn um þessar mundir. væri gott að komast líka á hestbak. kannski kíkja líka á vöku og glanna upp í biskupstungur, hmm, kaupa pulsu og kók í litlu kaffistofunni, ís á selfossi og harðfisk í þrastarlundi, já bara njóta þess að vera á ferðalagi. þetta er allavega það næsta sem minns kemst því að vera á "ferðalagi" þessa dagana. kíkið á myndirnar og .. já bæ.
Bloggar | Breytt 30.1.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
á spáni..
22.6.2006 | 15:25
jæja, þá erum við mæðgur komnar heim frá Spáni. Það var mjög huggulegt að slaka á á ströndinni og sundlaugarbökkunum með bjór í annari og bók í hinni. Maríönnu fannst hreint og beint æðislegt að vera í sólinni og vera í sundi meira og minna allan daginn. Það var nú samt frekar heitt allan tímann, alltaf um 32-36°C. Það er líka of heitt miðað við árstíma, það voru Spánverjarnir að tala um. En svo er nú alltaf rosa gott að koma heim, detta aftur í rútínuna og hitta vinina og fjölskylduna og fara í vinnuna náttúrulega!
Svo er alveg að líða að landsmótinu, við Steffi vinkona ætlum að skella okkur á fimmtudeginum 29.júní n.k. Það verður vonandi bara bongóblíða alla helgina, eins og alltaf í Skagafirðinum...! Todmobil ætlar að spila á föstudagskvöldinu og Paparnir á laugardagskvöldinu. Þetta verður vonandi bara skemmtilegt.
Set inn myndir kannski frá Spáni..
Bloggar | Breytt 30.1.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
life goes on..
17.5.2006 | 16:24
ég er að fara á límingunum held ég vegna álags. ég sýni það náttúrulega ekki og segi engum en þetta er að verða ágætt núna af vinnu, skóla, stressi og fleiru, erfiðir tímar í fjölskyldunni líka. vona að ég geti náð mér niður áður en ég fer út til spánar. verð að klára þessar &/()%&/(%&/ ritgerðir núna alllllra næstu daga.
en svo er ég líka björt, ætla að skella mér í neglur og litun og plokkun og ljós kannski? er það málið? það er svo hrikalega óhollt... eníwei, reyna að vera pínu fín á spáninum, keypti mér m.a. rauðan sætan kjól um daginn og hvítar buxur líka, voða skutla í þessu víst kannski hitti ég sætan ..þjóðverja þarna á spáni, þeir eru örugglega fleiri á þessum stað en spánverjar..!!
well, ég ætla ekki að blogga yfir mig í dag ...síjú
Bloggar | Breytt 30.1.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tilraun..
15.5.2006 | 17:30
jæja, tilraun nr. 321 til að halda úti bloggi er hafin og þetta er hún! tek fram að ég ætla ekki að lofa neinu um tíðni skrifa minna en mig langar að halda möguleikanum opnum að geta farið í gervi penna annað veifið og losað um málbeinið, létt á mér kannski, sett inn fréttir og tilkynningar, svo ég sleppi við að tala reglulega við allt þetta fólk sem ég þekki. verið endilega dugleg að kíkja við, set fljótlega (yeah right) sniðugar myndir inn á síðuna, kannski frá spáni, hmmm já mín er að skella sér í algera slökun sko til spánar. ætla með siggu sis og hafsteini henni kalli, karó þeirra dóttur, maríu björk hans rikka bróður og svo auðvitað henni mariönnu sól minni. þetta verður alveg hrikalega gaman og kózí. ætlum að gera svona fjölskylduhluti eins og að fara í vatnsleikjagarða, dýragarða, leika á ströndinni og svo ætlum við líka að gera meira svona fullorðinshluti eins og að skoða falleg þorp, borða úti og drekka, fara í búðir og bara hafa gaman, sama hvað við gerum!! læt ykkur vita hvernig það gengur. hlakka til..
Bloggar | Breytt 30.1.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)