Nýr Eiðfaxi í prentsmiðjunni!

Forsíða 7.tbl Eiðfaxa 2008Sem blaðamaður og vefstjóri hjá Eiðfaxa hestatímaritinu, verð ég að nota tækifærið og kynna nýja blaðið okkar sem fór í prentsmiðjuna í gær. Þetta er annað tölublaðið sem ég kem að en það fyrsta var Landsmótsblaðið í síðasta mánuði. 

Ef ég hef talið rétt á ég 20 blaðsíður af efni í þessu nýja blaði, með myndum. Það er gaman að minnast á það að ég tók einmitt forsíðumyndina sem prýðir Eiðfaxa að þessu sinni. Hún var tekin í ferðalaginu í Noregi í ágúst s.l, þar sem ég fylgdist með Norðurlandamótinu í hestaíþróttum í Seljord og heimsótti síðan glæsilegan hestabúgarð í S-Noregi. Um þetta allt fjalla ég í hinum nýja Eiðfaxa, auk þess sem ég skrifaði Reiðkennslugrein með Antoni Páli Níelssyni reiðkennara, tók viðtal við þýska listakonu sem málar mikið af hestamyndum og skrifaði grein um byltingu í kortlagningu reiðleiða á Íslandi og GPS merkingar þeirra. Ég mæli með því að þið kíkið á þetta blað um leið og það kemur úr prentsmiðjunni!

Nú er auðvitað allt komið í fastar skorður með haustinu. Skólinn byrjaður hjá Maríönnu Sól og nú er mín komin í 2.bekk. Hún er mjög heppin að hafa sama kennarann og í fyrra, hana Valgerði og í heildina er ég mjög ánægð með skólann. Síðasta vetur var ég bekkjarfulltrúi í bekknum (alltaf sama ofvirknin..) og það var mjög gaman. Við stóðum nú ekki ströngu, vorum tvær í þessu og skipulögðum gönguferðir og fórum í leikhús svo eitthvað sé nefnt.

Framundan eru hundasýningar og erum við Ugla búnar að fara á eina æfingu. Það gekk nú alveg ágætlega, miðað við það að ég hef varla labbað með hana í taum áður... það er ekki uppáhaldið mitt. Hún var mjög dugleg og það verður spennandi að sýna hana.

Pabbi er að hamast við að helluleggja í garðinum hjá mér, hann er ansi duglegur í því eins og svo mörgu öðru! Reyndar er veðrið ekki búið að leika við hann, endalaus rigning. En hann er seigur og þetta verður svakalega fínt þegar þetta verður búið, eins og alltaf í svona verkefnum.

Að lokum langar mig að benda ykkur á hryllilega fyndið myndband sem Heiðar Þór vinnufélagi minn benti mér á:

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.