Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hestarnir

FönixGleðigjafarnir hestarnir eru auðvitað löngu komnir á hús og farnir að úða í sig grænni töðu í hesthúsinu hennar Dagnýjar. Með því að tala um hestana á ég við minn eðalreiðhest Fönix frá Vopnafirði og hin glæsilega snilling Faxa frá Sogni. Þeir eru nokkuð líkir þessir tveir kappar, nema kannski í útliti. Þeir eru miklir vinir þó nokkur sé aldursmunurinn. Saman í stíu una þeir sér vel, et, drekkr og vera glaðr! Úti í gerði leika þeir sér eins og tryppi og koma sveittir inn af hamagangninum. Það er augljóst á atferli þeirra að þeim líður stórvel. Þeir eru báðir komnir í gríðargóða þjálfun, þó ekki sé einu sinni hann janúar liðinn. Óskar hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að þjálfa Fönix, þar sem yours truly er slösuð á hné. Það er síðan heimasætan Maríanna Sól sem sér algjörlega um þjálfunina á Faxa flotta og ríður hún út að meðaltali 6 sinnum í viku, ekkert gefið eftir þar!

Uglan er alltaf söm við sig, hress og kát. Hún er nú orðinn hinn mesti sveitahundur eftir hinar mörgu stundir með okkur mæðgum í hestshúsinu. Við deilum sennilega allar þrjár þeim draumi að eignast alvöru sveit einn góðan veðurdag. Ugla er nú byrjuð í sundkennslu. Það var ansi fyndið að sjá hana synda í fyrsta skiptið um síðustu helgi. Greyið skinnið. En hún var mjög dugleg og fékk dyggan stuðning frá Úra vini sínum.

Af öðrum vígstöðvum er allt gott að frétta. Maríanna Sól er dugleg í fimleikunum og er nú byrjuð í sundi í skólanum líka. Að venju er hún með eindæmum dugleg í skólanum og tekur náminu alvarlega. Hún er líka orðinn hinn mesti lestrarhestur, enda fékk hún fimm frábærar bækur í jólagjöf og er búin að lesa tvær þeirra. Á náttborði hennar núna er bókin 'Ballið á Bessastöðum' eftir Gerði Kristnýju og er hún mjög skemmtileg og hressilega skrifuð bók, eins og henni er einni lagið. 

Mamman er alltaf að skrifa. Fyrsta tölublað Eiðfaxa á nýju ári er farið í prentsmiðjuna. Það er alltaf mikill léttir og gaman að fara að fást við ný verkefni fyrir næsta tölublað. 

Yfir og út.

Óskar, Fönix, Maríanna Sól og Faxi.

 

Ugla sunddrottning


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband