bróderí og fleira fínerí

Um þessar mundir er minnz á fullu að sauma, bródera og gera alls konar skapandi hluti. Kominn tími til myndu margir segja, ég meðtalin. Það er alveg ótrúlegt hvað það er gefandi fyrir andann að gera þessa hluti. Maður getur notað þann tíma sem tekinn er frá fyrir þessa sköpun og hugsað um hin ýmsustu mál, eða bara skapað og skapað og hugsað um eiginlega ekki neitt, bara tæmt hugann og fylgst með sköpuninni gerast. Alveg magnað. Mæli eindregið með þessu, þetta er svipað og jóga :) Ég er í bróderíinu undir styrkri leiðsögn Helgu Jónu vinkonu, sem er algerlega snillingur á þessu sviði og þá er ég að tala um bæði í kennslunni og líka hvað handverkið sjálft varðar. Hrikalega fær og sniðug í sínu starfi stúlkan. Svo er hún svo sæt líka, og auðvitað skemmtileg, ekki skemmir það nú ;) Að öðru, Maríanna Sól er byrjuð aftur í balletinum, reyndar á öðrum stað en síðast. Við ákváðum að skipta úr ballettskóla Eddu Scheving í Klassíska listdansskólann www.ballett.is , vegna þess að sá síðarnefndi er mikið nær okkur og Guðlaugu Erlu frænku okkar sem var líka að byrja í ballett í þeim skóla. Þannig að það er mjög gaman hjá þeim frænkum/vinkonum að hittast á laugardögum kl 13 og skella sér í balletttíma. Síðan er planið hjá hinni 5 ára gömlu Maríönnu að byrja að æfa fótbolta með 7.flokki kvenna í Fylki í október og svo að fara á reiðnámskeið í Fáki í febrúar! Þannig að það lítur út fyrir að hún hafi nóg fyrir stafni í vetur! Ætla aðeins að stökkva frá og bródera smá í pilsið sem ég er að sauma, Maríanna ætlar að fá að fara í kisuleik á meðan í tölvunni.. leiter..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þvílíkt hrós... úfffff eins gott að standa undir því! En ég get náttúrulega alveg tekið undir þetta með sæt og skemmtileg!!!
Gaman hvað bróderíið hefur náð að heilla þig... þú ert svo myndaleg! Hlakka til að sjá afraksturinn næst.
Kv. Broderískvísan ógurlega.
kv. Helga Jóna

Helga Jóna Þórunnardóttir (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband